Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   sun 04. júní 2023 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verona og Spezia mætast í úrslitaleik um laust sæti í Serie A
Simone Verdi leikmaður Verona
Simone Verdi leikmaður Verona
Mynd: EPA

Verona endaði í fallsæti í Serie A á Ítalíu eftir lokaumferðina í kvöld en það segir ekki alla söguna.


Spezia er í sætinu fyrir ofan með jafn mörg stig og jafn mörg mörk skoruð en það þýðir að liðin þurfa að spila úrslitaleik um áframhaldandi veru í deildinni.

Leikurinn fer fram næsta sunnudag. Ljóst er að Verona og Spezia mætast í einum leik á hlutlausum velli.

Það hefur ekki þurft að grípa til úrslitaleiks síðan tímabilið 2004/05 þegar Bologna og Parma mættust en Parma vann og Bologna féll því niður í Serie B.


Athugasemdir
banner