Víkingur og KA munu mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla annað tímabilið í röð. Annað árið í röð er möguleiki á að leikurinn verði færður.
Í fyrra var leikurinn færður vegna gengis KA í forkeppni Sambandsdeildarinnar, leikurinn átti að fara fram í ágúst en fór fram í september.
Í fyrra var leikurinn færður vegna gengis KA í forkeppni Sambandsdeildarinnar, leikurinn átti að fara fram í ágúst en fór fram í september.
Í ár á leikurinn að fara fram viku síðar en í fyrra, föstudaginn 23. ágúst. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður fundað á morgun um Plan A og Plan B.
Gengi Víkings í Evrópu mun ráða því hvort hægt verður að spila 23. ágúst. Ef liðið vinnur einvígið gegn írsku meisturunum í Shamrock Rovers í fyrstu umferð forkeppninnar í Meistaradeildinnai er ljóst að við bætast sex vikur af Evrópuleikjum og Víkingar væru í Evróputörn fram yfir 23. ágúst.
Það gæti einnig gerst þó að Víkingur tapi gegn Shamrock Rovers, en líkurnar á því eru talsvert minni.
Dagsetning B er samkvæmt heimildum Fótbolta.net föstudagurinn 20. september.
Báðir leikdagarnir eru föstudagar en samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun KA reyna allt hvað félagið getur til þess að leikurinn verði spilaður á laugardegi.
Fyrri leikur Víkings og Shamrock fer fram í næstu viku og seinni leikurinn verður viku síðar.
Leiðir Víkinga í umspil um riðakeppni í Evrópu:
Sigur gegn Shamrock --> Sigur í 2. umferð í MD --> Sigur í 3. umferð MD --> Umspil um sæti í riðlakeppni MD.
Sigur gegn Shamrock --> Sigur í 2. umferð MD --> Tap í 3. umferð í MD --> Umspil um sæti í riðlakeppni ED.
Sigur gegn Shamrock --> Tap í 2. umferð MD --> Sigur í 3. umferð í ED --> Umspil um sæti í riðlakeppni ED.
Sigur gegn Shamrock --> Tap í 2. umferð MD --> Tap í 3. umferð í ED ---> Umspil um sæti í riðlakeppni SD.
Tap gegn Shamrock --> Sigur í 2. umferð SD --> Sigur í 3. umferð SD --> Umspil um riðlakeppni SD.
MD er Meistaradeildin, ED er Evrópudeildin og SD er Sambandsdeildin.
Athugasemdir