Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. ágúst 2021 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Al Hilal að krækja í Matheus Pereira
Matheus Pereira fer til Sádi-Arabíu
Matheus Pereira fer til Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknartengiliðurinn Matheus Pereira mun að öllum líkindum spila í Sádi-Arabíu á næsta tímabili en Al Hilal er að nálgast samkomulag við WBA um kaup á Pereira.

Pereira er 25 ára gamall og skoraði 12 mörk í ensku úrvalsdeildinni með WBA á síðutu leiktíð.

WBA féll niður í B-deildina og lýsti leikmaðurinn yfir því á mánudag að hann vildi fara frá félaginu.

Samkvæmt Fabrizio Romano þá er Al Hilal í viðræðum við WBA um kaup á Pereira og eru kaupin komin langt á veg.

Pereira vill fara til Sádi-Arabíu og er búist því að gengið verði frá kaupunum á næstu dögum.

Bernard kom til Al Hilal á dögunum frá Everton og ljóst að liðið ætlar sér stóra hluti. Liðið hefur unnið deildina þar í landi síðustu tvö árin og sautján sinnum í heildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner