Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. ágúst 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Valur getur komist í fimm stiga forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Besta deild kvenna fór aftur af stað með tveimur leikjum fyrir verslunarmannahelgina en í dag mæta nokkur lið til leiks sem hafa verið í eins og hálfs mánaðar fríi frá fótbolta. 


Selfoss mætir ÍBV í Suðurlandsslag á meðan Valur tekur á móti Þór/KA. KR á svo leik við Stjörnuna áður en Afturelding og Þróttur R. mætast í síðasta leik kvöldsins.

Það er mikil spenna í toppbaráttunni þar sem aðeins tvö stig skilja topplið Vals að frá Breiðabliki og hafa bæði lið verið að tapa stigum á leiktíðinni. Stjarnan hefur verið að spila glimrandi fótbolta og gæti reynt að blanda sér í toppbaráttuna.

Þróttur Vogum mætir þá Selfossi í Lengjudeild karla á meðan FH og Fjölnir eigast við í kvennaflokki.

Þá eru einnig leikir á dagskrá í 3. og 4. deild á skemmtilegum fimmtudegi.

Besta-deild kvenna
17:30 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
17:30 Valur-Þór/KA (Origo völlurinn)
19:15 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
20:00 Afturelding-Þróttur R. (Malbikstöðin að Varmá)

Lengjudeild karla
19:15 Þróttur V.-Selfoss (Vogaídýfuvöllur)

Lengjudeild kvenna
18:30 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)

3. deild karla
18:00 Dalvík/Reynir-Kári (Dalvíkurvöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:00 Úlfarnir-Afríka (Framvöllur)

4. deild karla - C-riðill
20:00 KM-Uppsveitir (Kórinn - Gervigras)
20:00 Álftanes-KB (OnePlus völlurinn)
20:00 Hafnir-Léttir (Nettóhöllin)
20:15 Árborg-Berserkir/Mídas (JÁVERK-völlurinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner