Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór Ingvi skoraði - Norrköping tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason gerði fyrsta mark leiksins er Malmö lagði Kalmar að velli í sænska boltanum í dag.

Fallbaráttulið Kalmar átti aldrei möguleika gegn toppliði Malmö en Arnór skoraði á sjöttu mínútu eftir góða sendingu frá Ola Toivonen. Kalmar hitti ekki rammann í leiknum og urðu lokatölur 0-4.

Malmö er með níu stiga forystu á Häcken á toppi sænsku deildarinnar, en Häcken er með leik til góða.

Ísak Bergmann Jóhannesson var þá ekki í hópi hjá Norrköping sem tapaði mikilvægum leik gegn Sirius í Evrópubaráttunni.

Ísak Bergmann var ekki í hópi hjá Norrköping í dag en þessi bráðefnilegi strákur hefur verið öflugur á leiktíðinni og er kominn með þrjú mörk og sjö stoðsendingar á 1600 mínútum.

Norrköping gæti misst þriðja sætið þar sem flest lið í kring eiga leik til góða.

Kalmar 0 - 4 Malmö
0-1 Arnór Ingvi Traustason ('6)
0-2 A. Christiansen ('41)
0-3 Ola Toivonen ('61)
0-4 A. Ahmedhodzic ('74)

Norrköping 1 - 2 Sirius
1-0 C. Nyman ('37)
1-1 Y. Sugita ('38)
1-2 M. Saeid ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner