Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. nóvember 2024 09:13
Elvar Geir Magnússon
Edu að láta af störfum hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að Edu hafi ákveðið að láta af störfum hjá Arsenal en þarf hefur hann verið í lykilhlutverki sem íþróttastjóri og unnið náið með Mikel Arteta við uppbyggingu liðsins.

Í blaðinu segir að þetta sé högg fyrir Arteta en Edu hefur meðal annars séð um kaup á leikmönnum eins og Martin Ödegaard og Declan Rice.

Ekki er vitað hver ástæðan er fyrir þessari ákvörðun Edu en hann er talinn einn sá færasti í heimi í sínu starfi. Einhverjar getgátur eru um að hann sé ósáttur við skipulagsbreytingar bak við tjöldin hjá Arsenal.

BBC reyndi að fá viðbrögð frá Arsenal um þessar fréttir en félagið vildi ekki tjá sig. Edu er 46 ára og er fyrrum miðjumaður Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner