Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 05. febrúar 2018 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Frumraun Stefáns í utandeildinni - „Gat ekki hreyft sig í klukkutíma"
Fékk að líta beint rautt spjald
Stefán Alexander Ljubicic er 18 ára.
Stefán Alexander Ljubicic er 18 ára.
Mynd: Úr einkasafni
„Mér persónulega gekk mjög vel. Ég var, að ég held, einn af bestu leikmönnunum inn á vellinum.
„Mér persónulega gekk mjög vel. Ég var, að ég held, einn af bestu leikmönnunum inn á vellinum.
Mynd: Úr einkasafni
Úr leik hjá Bognor Regis.
Úr leik hjá Bognor Regis.
Mynd: Getty Images
„Bakið hans var í rúst, en við fengum fréttir af honum, hann þarf ekki að fara í aðgerð eða neitt. Hann kemur fljótt til baka.
„Bakið hans var í rúst, en við fengum fréttir af honum, hann þarf ekki að fara í aðgerð eða neitt. Hann kemur fljótt til baka.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn í ensku utandeildinni eru ástríðufullir. ,,Allir áhorfendurnir voru klikkaðir, það varð allt brjálað. Svona er þetta í þessari deild, þegar eitthvað gerist eru allir með læti.
Stuðningsmenn í ensku utandeildinni eru ástríðufullir. ,,Allir áhorfendurnir voru klikkaðir, það varð allt brjálað. Svona er þetta í þessari deild, þegar eitthvað gerist eru allir með læti.
Mynd: Getty Images
„Ég ætla að vera besti leikmaðurinn hérna.
„Ég ætla að vera besti leikmaðurinn hérna.
Mynd: Getty Images
„Ég hélt að þetta væri öðruvísi. Ég hélt að þetta væri enginn fótbolti en þetta er gífurlega erfitt og allt öðruvísi en ég hélt," segir Stefán Alexander Ljubicic í samtali við Fótbolta.net. Stefán, sem er leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Brighton, var lánaður til Bognor Regis Town í einn mánuð í síðustu viku.

Bognor Regis Town spilar í einni af ensku utandeildinni en um er að ræða sjöttu efstu deild.

Bognor Regis Town er með 21 stig í næstneðsta sæti deildarinnar en fimm stig eru upp í öruggt sæti.

Utandeildin á Englandi hefur það orðspor að það sé mikið um háskalegir tæklingar og það sé lítið verið að sýna tæknileg gæði. Stefán segir þetta að mörgu leyti rétt.

„Boltanum er bara neglt upp og síðan er þetta 50/50. Þetta er barátta og ekkert annað."

Rautt spjald í fyrsta leik
„Við erum með æfingasvæði og völl en þetta er mjög gamaldags. Sum af þessum liðum (í utandeildunum) eru ekki einu sinni með æfingasett. Það fá þó allir borgað og það er fínn peningur fyrir þessa deild," sagði Stefán um umgjörðina í þessari deild.

Stefán lék sinn fyrsta leik fyrir Bognor Regis um helgina, en það gerðist margt í þessum leik.

„Mér persónulega gekk mjög vel. Ég var, að ég held, einn af bestu leikmönnunum inn á vellinum."

„En svo fékk ég rautt spjald. Það var 0-0 þegar ég fór út af, en þeir fengu líka rautt spjald, hitt liðið. Leikurinn endaði 2-0 (fyrir andstæðingnum, Truro)."

Hvernig atvikaðist þetta rauða spjald?

„Ég fékk beint rautt spjald. Þetta gerðist þegar ég var að fara upp í skallabolta og ég var að horfa á boltann allan tímann. Ég hoppa aðeins fyrr en maðurinn, en ég er 1,95 á hæð og vinstri bakvörðurinn hjá þeim var 1,70 eða eitthvað. Ég fer með hendurnar upp til að vera öruggur, hann hoppar í mig og dettur."

„Allir í liðinu hans fóru beint í dómarann, ég gat ekkert gert. Þetta var fyrsta brotið mitt í leiknum og það var gróft að gefa mér beint rautt spjald fyrir þetta. Maður lærir af þessu."

„Þetta var fyrsti leikurinn minn í þessari deild og ég var mjög sprækur. Ég var mjög ánægður með mína frammistöðu.".



„Hann gat ekki hreyft sig í klukkutíma"
Markvörður Bognor Regis, Dan Lincoln, var borinn af velli þegar lítið var eftir, en meiðsli hans komust í enska fjölmiðla.

„Hann gat ekki hreyft sig í klukkutíma," segir Stefán, en undirskrifaður fann mynd á samfélagsmiðlinum Twitter sem markvörðurinn birti. Þar sjást skóför greinilega í baki hans.

„Bakið hans var í rúst, en við fengum fréttir af honum, hann þarf ekki að fara í aðgerð eða neitt. Hann kemur fljótt til baka."

„Þetta var svakalegt. Fyrsta markið þeirra kom upp úr þessu. Boltinn kom niðri frá kantinum og framherjinn tæklar boltann. Markvörðurinn ætlar að skutla sér í hann, en framherjinn fer beint með takkana í bakið á honum."

„Þetta átti að vera brot, hann fer með sólana beint í bakið á honum," segir Stefán.

„Við fórum inn í klefa og biðum eftir að sjúkrabíllinn myndi koma. Allir áhorfendurnir voru klikkaðir, það varð allt brjálað. Svona er þetta í þessari deild, þegar eitthvað gerist eru allir með læti."



„Ég ætla að vera besti leikmaðurinn hérna"
„Þetta lið (Bognor Regis) spurði um mig sem eru mjög góðar fréttir fyrir mig og Brighton. Það þýðir að ég er búinn að standa mig vel með unglingaliðum Brighton."

Hinn 18 ára gamli Stefán kom til Brighton frá Keflavík 2016 en hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með U18 ára liði Brighton.

Stefán hefur einnig fengið smjörþefinn með U23 ára liðinu hjá Brighton á þessu tímabili.

„Þetta lið er í botnbaráttu og markmiðið þitt er að hjálpa þeim að komast úr botnbaráttuni."

„Ég ætla að vera besti leikmaðurinn hérna," sagði Stefán en aðspurður segir hann að draumurinn sé að leika í ensku úrvalsdeildinni einn daginn.
Athugasemdir
banner
banner