Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 05. mars 2023 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo hjálpar fólki sem lenti illa í jarðskjálftunum hræðilegu
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo hefur látið gott af sér leiða með því að hjálpa fórnarlömbum jarðskjálftanna hræðilegu í Tyrklandi og Sýrlandi.

Meira en 52 þúsund manns hafa látið lífið í jarðskjálftunum. Enn fleiri hafa slasast og misst allt sitt.

Ronaldo gerir sitt til að hjálpa en hann sendi flugvél fulla af vörum til þess svæðis sem kom verst út úr skjálftunum.

Ronaldo borgaði fyrir tjöld, matarpakka, kodda og teppi, barnamat, mjólk, læknavörur og margt fleira.

Það er vonandi að enn fleira íþróttafólk muni fylgja í fótspor Ronaldo með því að hjálpa fólki á þessu svæði. Ronaldo er mjög duglegur í hjálparstarfi en hann borgaði einu sinni 83 þúsund dollara fyrir heilaskurðaðgerð hjá barni og svo hjálpaði hann til við að fjármagna krabbameinsmiðstöð í heimalandi sínu, Portúgal.

Ronaldo spilar í dag með Al Nassr í Sádí-Arabíu og er launahæsti fótboltamaður í heimi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner