Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að félagið verði að vinna að lágmarki sex af síðustu tíu leikjum sínum, ætli liðið sér að næla í Evrópusæti.
Everton var í mikillri baráttu í topp fjórum í febrúar mánuði en liðið vann þá þrjá leiki í röð. Liverpool, Southampton og WBA voru fórnarlömbin.
Í kjölfarið gaf félagið töluvert eftir og Liverpool hefur nýtt sér það og er komið yfir granna sína á töflunni. Everton á leik inni á Liverpool og segir Ancelotti að sýnir menn megi ekki misstíga sig.
„Á síðasta ári eftir útgöngubannið, þá komum við til baka og stóðum okkur vel gegn Liverpool. Við unnum Norwich og áttum svo mikilvægan leik gegn Tottenham," sagði Ítalinn.
„Þegar við töpuðum þeim leik þá misstum við metnaðinn í að ná í Evrópusæti. Ég held að þetta muni ekki gerast í næstu 10 leikjum hjá okkur. Við munum berjast til lokamínútunar í öllum leikjunum."
„Við þurfum mörg stig, að minnsta kostið 18 eða 19, viljum við ná í Evrópusæti. Við verðum að berjast fyrir þessu."
Everton mætir Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Athugasemdir