Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 05. júní 2023 10:14
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid vill fá Harry Kane í stað Karim Benzema
Mynd: EPA
Harry Kane er efstur á óskalista Real Madrid sem vill fá enska landsliðsfyrirliðann frá Tottenham til að fylla skarð Karim Benzema.

Kane, sem er 29 ára, á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham og er óviss um framtíð sína. Kane hefur skorað 280 mörk í 435 leikjum fyrir Spurs.

Benzema hefur verið hjá Real Madrid í fjórtán ár og spænsku risarnir þurfa mann í hans stað. Benzema er 35 ára og er á leið til Sádi-Arabíu á frjálsri sölu.

Victor Osimhen hjá Napoli, Lautaro Martínez hjá Napoli, Kai Havertz hjá Chelsea og Dusan Vlahovic hjá Juventus eru einnig á blaði Madrídinga.

Ásamt Benzema eru Eden Hazard, Marco Asensio og Mariano Díaz að yfirgefa Real Madrid og það býr til svigrúm varðandi launakostnað.

Þá er Real Madrid í viðræðum við Borussia Dortmund um enska miðjumanninn Jude Bellingham.
Athugasemdir
banner