Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. ágúst 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Fulham í viðræðum við Vestergaard og Kluivert
Jannik Vestergaard á leið til Fulham?
Jannik Vestergaard á leið til Fulham?
Mynd: Getty Images
Nýliðar Fulham í ensku úrvalsdeildinni eru að reyna að ganga frá kaupum á danska varnarmanninum Jannik Vestergaard og hollenska sóknarmanninum Justin Kluivert.

Fulham vill bæta við sig sóknarmanni og varnarmanni fyrir komandi leiktíð en Sky Sports segir frá því að félagið hafi rætt við ítalska félagið Roma um Kluivert.

Hollendingurinn, sem er 23 ára gamall, var á láni hjá Nice á síðustu leiktíð og er ekki í plönum Jose Mourinho hjá Roma. Því er þó haldið fram að það gæti reynst erfitt fyrir Fulham að ganga frá kaupunum og er það helst í forgangi að fá inn miðvörð.

Þar hafa mörg nöfn komið inn í umræðuna. Sky hefur þegar greint frá því að Fulham hafi lagt fram tilboð í Issa Diop, varnarmann West Ham og Malang Sarr hjá Chelsea, en nú er annar leikmaður kominn inn í spilið.

Danski miðvörðurinn Jannik Vestergaard er ofarlega á listanum en hann spilar fyrir Leicester City. Fulham lagði fram tilboð í hann á dögunum og munu viðræður svo halda áfram næstu daga.

Fulham hefur fengið sex nýja menn inn í þessum glugga en það eru þeir Joao Palhinha, Kevin Mbabu, Andreas Pereira, Bernd Leno, Manor Solomon og Shane Duffy.
Athugasemdir
banner
banner