Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 05. september 2022 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Blikar með ellefu stiga forystu eftir sigur á Val
Ísak Snær og Jason Daði tengdu saman í markinu
Ísak Snær og Jason Daði tengdu saman í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 0 Valur
1-0 Ísak Snær Þorvaldsson ('63 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er nú með 11 stiga forystu á toppnum í Bestu deild karla eftir að hafa unnið Val, 1-0, á Kópavogsvelli í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sigurmarkið þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum.

Blikar voru með öll völd á fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér urmul af færum en Frederik Schram var að eiga fínan dag í marki Vals.

Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson áttu fínustu tilraunir sem Frederik varði og þá gerði Kristinn Steindórsson sig líklegan er hann reyndi að skrúfa boltann í netið en aftur varði Frederik.

Andri Rafn Yeoman var nálægt því að koma Blikum í forystu er Frederik varði skot hans aftur fyrir sig en Valsarinn náði að bjarga marki á síðustu stundu með því að kasta boltanum af línunni.

Blikar þurftu að bíða í ágætis tíma eftir markinu en það kom á endanum. Ísak Snær Þorvaldsson gerði og hans fyrsta mark í rúman mánuð.

Jason Daði Svanþórsson átti fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Ísak var mættur. Hann var í þröngu færi en náði að sparka boltanum í grasið, af Frederik og í netið. Þrettánda mark Ísaks í deildinni í sumar.

Þetta reyndist eina mark leiksins og 1-0 sigur Blika staðreynd. Liðið er með 48 stig á toppnum, ellefu stigum á undan KA sem er í öðru sæti og tólf stigum á undan Víkingum, sem eiga þó leik inni.
Athugasemdir
banner
banner
banner