Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar og Ívar áfram þjálfarar KR
Gunnar og Ívar hér með Páli Kristjánssyni, formanni knattspyrnudeildar KR.
Gunnar og Ívar hér með Páli Kristjánssyni, formanni knattspyrnudeildar KR.
Mynd: KR
Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson hafa skrifað undir áframhaldandi samning við KR. Munu þeir áfram stýra meistaraflokki kvenna hjá félaginu.

„Eins og KR-ingar vita stýrðu Gunni og Ívar kvennaliðinu í sumar og komu liðinu upp um deild og munu þeir því stýra liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Þeir eru frábært teymi og er gaman að fylgjast með metnaðnum sem þeir hafa fyrir félaginu," segir í tilkynningu frá Vesturbæjarstórveldinu.

Á sama tíma var einnig gengið frá samningi við Gunnar að hann verði yfirþjálfari yngri flokka kvenna og Ívar mun stýra afreksþjálfun félagsins.

„Þá félaga þarf vart að kynna fyrir KR-ingum. Gunnar lék m.a. um árabil með meistaraflokki KR en Gunnar hefur þjálfað hjá okkur undanfarin ár. Ívar er þaulreyndur fyrrum landsliðsmaður sem lék sem atvinnumaður um árabil. Ívar á að baki 73 leiki í ensku úrvaldsdeildinni og mun fleiri í enskri deildarkeppni."

„Það er ljóst að leikmenn okkar eru í góðum höndum og bindum við miklar vonir við áframhaldandi samstarf," segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner