Rory Smith, íþróttafréttamaður hjá The New York Times, setur spurningamerki við það að Manchester City hafi selt argentínska sóknarleikmanninn Julian Alvarez án þess að sækja mann í staðinn.
„Julian Alvarez lék fleiri mínútur fyrir Manchester City en nokkur annað, það er skrítið að hafa ekki fengið mann í staðinn. Ég held að City muni kaupa einn, jafnvel tvo, í janúarglugganum," segir Smith en Alvarez fór til Atletico Madrid.
Manchester City missti toppsætið með því að tapa gegn Bournemouth um síðustu helgi.
„Julian Alvarez lék fleiri mínútur fyrir Manchester City en nokkur annað, það er skrítið að hafa ekki fengið mann í staðinn. Ég held að City muni kaupa einn, jafnvel tvo, í janúarglugganum," segir Smith en Alvarez fór til Atletico Madrid.
Manchester City missti toppsætið með því að tapa gegn Bournemouth um síðustu helgi.
„Þetta var fyrsta tap Manchester City í 32 úrvalsdeildarleikjum. Við höfum séð það áður að City gefur aðeins eftir á þessum árstíma. Þetta á það til að gerast á haustin, svo þegar það fer að vora þá vinna þeir átján leiki í röð og vinna titilinn. Það ætti enginn að hafa áhyggjur hjá City."
Shay Given, fyrrum markvörður City, er sammála því að líklegt sé að City geri eitthvað í janúarglugganum. Hann gæti séð félagið sækja sóknarmann og miðjumann.
„Það verður spennandi að sjá hvað gerist í janúar því Alvarez var seldur svo seint í sumarglugganum. Ef Erling Haaland meiðist þá skapast alvöru vandamál. Rodri er svo auðvitað frá út tímabilið, eru þetta stöðurnar sem þeir þurfa að fylla í? Haaland missti af sjö eða átta leikjum á síðasta tímabili og þá steig Alvarez upp og kom með mikilvæg mörk, eitthvað sem þeir hafa ekki núna," segir Given.
Athugasemdir