Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martröðin hjá Tottenham að taka enda?
Sergio Reguilon.
Sergio Reguilon.
Mynd: EPA
Sergio Reguilon hefur ekki verið inn í myndinni hjá Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, að undanförnu og tími hans hjá félaginu virðist bara vera búinn.

Daily Mirror segir frá því að Getafe á Spáni ætli að bjóða Reguilon undankomuleið frá London.

Getafe er sem stendur í fallbaráttu í spænsku úrvalsdeildinni.

Reguilon er 27 ára gamall en hann hefur leikið með Tottenham frá 2020. Á tíma sínum hjá félaginu hefur hann verið lánaður til Atletico Madrid, Manchester United og Brentford.

Hans síðasti leikur fyrir Spurs var í apríl 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner