Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. febrúar 2021 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferguson fagnaði fyrir framan Solskjær
Mynd: Getty Images
Duncan Ferguson, aðstoðarstjóri Everton, var himinlifandi þegar Everton jafnaði metin gegn Manchester United í blálokin í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd leiddi 2-0 í hálfleik en Everton jafnaði í 2-2 snemma í síðari hálfleik. Man Utd tók aftur forystuna en Everton jafnaði svo á síðustu stundu leiksins með marki Dominic Calvert-Lewin.

Ferguson hljóp inn á völlinn þegar Calvert-Lewin skoraði og fagnaði fyrir Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United. Solskjær sýndi engin svipbrigði.

Það er hægt að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef Jose Mourinho hefði verið stjóri Manchester United þarna.

Í leik Chelsea og Manchester fyrir nokkrum árum síðan - þegar Mourinho var stjóri United - fagnaði einn aðili úr þjálfarateymi Chelsea jöfnunarmarki á síðustu fyrir framan varamannabekk Man Utd. Mourinho tók alls ekki vel í það.


g
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner