ÍBV er að ganga frá samningi við Gilson Correia, miðvörð frá Gíneu-Bissau en þetta staðfesti Kristján Guðmundsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.
Hinn 21 árs gamli Gilson spilaði fyrri hálfleikinn með ÍBV í 4-0 sigri á Haukum í æfingaleik í gær. Samkomulag er í höfn við leikmanninn en hann er nú á leið í læknisskoðun.
Hinn 21 árs gamli Gilson spilaði fyrri hálfleikinn með ÍBV í 4-0 sigri á Haukum í æfingaleik í gær. Samkomulag er í höfn við leikmanninn en hann er nú á leið í læknisskoðun.
„Hann verður að standast læknisskoðun áður en þetta verður klárt," sagði Kristján við Fótbolta.net í dag.
GIlson er uppalinn hjá Belenenes í Portúgal en í vetur spilaði hann með Sertanense í C-deildinni í Portúgal. Gilson var að fara að ganga til liðs við félag í B-deildinni í Portúgal áður en ÍBV kom inn í myndina.
Miklar breytingar hafa orðið á vörn ÍBV í vetur en miðverðirnir Hafsteinn Briem, David Atkinson og Brian Mclean eru allir farnir. Þeir spiluðu í hjarta varnarinnar síðari hlutann á síðasta tímabili.
Gilson er nú á leið til ÍBV auk þess sem varnarmennirnir Dagur Austmann Hilmarsson og Yvan Erichot hafa komið til félagsins í vetur.
Í vetur samdi ÍBV við Ignacio Fideleff fyrrum varnarmann Napoli en hann kemur ekki til félagsins vegna meiðsla.
Komnir:
Alfreð Már Hjaltalín frá Víkingi Ó.
Ágúst Leó Björnsson frá Stjörnunni
Dagur Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni
Henry Rollinson frá Ástralíu
Priestley Griffiths frá Englandi
Yvan Erichot frá Kýpur
Farnir:
Alvaro Montejo Calleja í Þór
Andri Ólafsson hættur
Arnór Gauti Ragnarsson í Breiðablik
Brian McLean til DPMM FC
David Atkinson til Englands
Hafsteinn Briem í HK
Jónas Þór Næs
Mikkel Maigaard Jakobsen
Pablo Punyed í KR
Óskar Zoega Óskarsson í Þór
Renato Punyed
Athugasemdir