Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 06. maí 2024 18:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Vals: Adam Ægir fær traustið
Blikar gera eina breytingu - Valsmenn þrjár
Adam Ægir Pálsson kemur inn í lið Vals
Adam Ægir Pálsson kemur inn í lið Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik og Valur eigast við í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla klukkan 19:15 á Kópavogsvelli í kvöld.

Það er til mikils að vinna fyrir bæði lið en Breiðablik getur með sigri í dag lyft sér upp að hlið Víkinga á toppi deildarinnar. Valur getur lyft sér upp í 6.sæti deildarinnar og nálgast liðin fyrir ofan með sigri hér í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

Breiðablik gerir eina breytingu á sínum hóp frá síðasta leik. Arnór Gauti Jónsson kemur inn fyrir Alexander Helga Sigurðarson.

Valsmenn gera þá þrjár breytingar en inn í lið þeirra koma Bjarni Mark Antonsson, Aron Jóhannsson og Adam Ægir Pálsson fyrir þá Elfar Freyr Helgason, Kristinn Freyr Sigurðsson og Tryggva Hrafn Haraldsson.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson (f)
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson

Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Bjarni Mark Duffield
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Adam Ægir Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson (f)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner