Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sirka helmingi betri en ég átti von á"
Glímdi við erfið veikindi í aðdraganda mótsins.
Glímdi við erfið veikindi í aðdraganda mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mættur aftur.
Mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson lék í gær sínar fyrstu mínútur á Íslandsmótinu í ár. Hann kom inn á fyrir Harley Willard í hálfleik gegn KR og lék allan seinni hálfleikinn.

Grímsi, eins og hann er oftast kallaður, veiktist alvarlega fyrir mót og gat því ekki tekið þátt í fyrstu leikjum tímabilsins.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

„Líðanin er bara helvíti fín, er sirka helmingi betri en ég átti von á núna daginn eftir leik," segir Grímsi.

Eftir þessa fjarveru, kom honum á óvart að á að spila allar 45 mínúturnar?

„Í rauninni, eða eg vissi svo sem ekkert hverju ég átti von á þegar ég færi út a völl aftur."

„Ég átti ekki að spila svona mikið fyrir leik en nafni (Hallgrímur Jónasson þjálfari) ræddi við mig i hálfleik að hann þyrfti mín gæði inná og tæki mig þá bara útaf aftur ef að ég væri búinn á því á einhverjum tímapunkti. En svo var þetta bara fínt, þó að það vanti smá leikform í lappirnar."


KA var 0-1 undir í hálfleik en náði að koma inn jöfnunarmarkinu og var svo líklegra liðið undir lokin til að taka öll stigin.

„Mín tilfinning var að við myndum sigla þessu. Mér fannst við með yfirhöndina allan seinni hálfleik og hefðum átt að klára þetta, sérstaklega þegar við vorum orðnir manni fleiri," sagði Grímsi.

Græðum allir á því
Þeir Hallgrímur Jónasson og Ásgeir Sigurgeirsson tjáðu sig um Grímsa í viðtölum eftir leik.

„Hann er frábær leikmaður og mér fannst hann koma bara vel inn. Ég var nú ekki viss um að ég myndi geta haft hann inná allan hálfleikinn, en ég vildi bara fá hann inn. Svo entist hann bara allan leikinn," sagði Haddi.

„Geggjað, allir sem vita af hæfileikunum hjá Grímsa og hvað hann gerir fyrir liðið. Bara geggjað að hann sé kominn aftur erfiða nokkra mánuði. Við stöndum með honum næstu vikurnar til að koma honum almennilega inn í þetta því við græðum allir á því," sagði fyrirliðinn Ásgeir.
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Athugasemdir
banner
banner