Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 06. júní 2022 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þóttu íslenska liðið of varnarsinnað - „Þetta er ekki Frakkland"
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andri Lucas hefur verið einangraður í sóknarleiknum.
Andri Lucas hefur verið einangraður í sóknarleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er 1-0 undir gegn Albaníu í leik sem er núna í gangi í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Það var farið yfir málin á Viaplay í hálfleik og þar voru fyrrum landsliðsmennirnir, Kári Árnason og Rúrik Gíslason, sammála um að liðið væri of varnarsinnað.

„Við erum of passívir. Við verðum að vera miklu agressívari með bakverðina okkar. Það sem er að bitna á sóknarleiknum er hversu rosalega mikla varnarvinnu kantmennina þurfa að vinna," sagði Rúrik.

„Við erum að spila á móti Albaníu, þetta er ekki Frakkland. Bakverðirnir verða að sjá um kantmennina."

„Við erum alltof oft að horfa á Ísak Bergmann eða Jón Dag koma og verjast utan á bakverðinum. Hinum megin erum við að horfa á Arnór Sig verjast utan á bakverðinum. Við verðum að vera fljótari og sneggri að ýta bakverðinum í pressuna," sagði Rúrik.

„Við sjáum í þessari klippu þar sem Ísak er að pressa kantmanninn að þá stendur Davíð í 'no man's land' - hann er aldrei að fara að gera neitt þarna. Þú ert ekki að hjálpa mér sem miðverði ef þú stendur þarna," sagði Kári.

„Þú verður að ýta kantmanninum upp, ekki láta kantmanninn vinna þína vinnu. Ég veit ekki hvort þetta sé uppleggið en svona á þetta ekki að vera."

Þessi mikla varnarvinna sem kantmennirnir hafa þurft að leggja á sig er að hafa mikil áhrif á sóknarleikinn.

„Þetta bitnar svo rosalega á sóknarleiknum. Við erum að fá mjög lítið út úr Jóni Degi og Andri Lucas er svo einangraður frammi. Allir framherjar í heimi væru í erfiðleikum í þessari stöðu," sagði Rúrik.

„Þetta er ekki flókið, það er bara færsla sem verður að eiga sér stað. Þú skilur bara fjær eftir, við getum alltaf fært yfir því boltinn tekur langan tíma á leiðinni. Þú getur ekki látið kantmanninn hlaupa upp og niður fyrir þig og þú bíður í einhverju svæði ef hann verður sólaður. Þetta er alltof passívt," sagði Kári að lokum.

Seinni hálfleikurinn var að hefjast.
Athugasemdir
banner