Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Selfoss með nauman sigur á Reyni S.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Selfoss 2 - 1 Reynir S.
0-1 Kristófer Páll Viðarsson ('13 )
1-1 Dagur Jósefsson ('31 )
2-1 Aron Fannar Birgisson ('58 )
Lestu um leikinn


Selfoss er áfram taplaust í 2. deild eftir endurkomusigur gegn Reyni Sandgerði í kvöld.

Reynismenn byrjuðu leikinn betur og komust verðskuldað yfir eftir tæplega stundafjórðung þegar Kristófer Páll fékk boltann og hafði nægan tíma til að koma boltanum í netið.

Selfyssingar komust í góða stöðu eftir hálftímaleik og reyndu hvað þeir gátu að koma sér í almennilegt færi og að lokum tókst Degi að koma boltanum í netið og jafna metin.

Það var síðan Aron Fannar sem tryggði Selfossi sigur þegar honum tókst að koma boltanum í netið úr þröngu færi.


2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 7 6 1 0 17 - 6 +11 19
2.    Víkingur Ó. 8 5 3 0 19 - 7 +12 18
3.    Ægir 8 4 3 1 15 - 9 +6 15
4.    Völsungur 8 4 1 3 17 - 11 +6 13
5.    KFA 8 4 1 3 20 - 17 +3 13
6.    Kormákur/Hvöt 8 3 2 3 8 - 8 0 11
7.    Þróttur V. 8 3 1 4 8 - 14 -6 10
8.    Höttur/Huginn 8 2 3 3 16 - 20 -4 9
9.    Haukar 7 2 2 3 9 - 11 -2 8
10.    KFG 8 2 0 6 8 - 11 -3 6
11.    Reynir S. 8 1 2 5 9 - 22 -13 5
12.    KF 8 1 1 6 8 - 18 -10 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner