Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einn yngsti þjálfari Evrópu skotmark Brighton
Mynd: Getty Images
Fabian Hürzeler, þjálfari St. Pauli, er núna óvænt talinn líklegastur til að taka við Brighton. Það er Telegraph sem greinir frá.

Hürzeler er 31 árs sem gerir hann að einum yngsta aðalþjálfara meistaraflokksliðs í Evrópu. Hann stýrði St. Pauli upp úr 2. Bundesliga á nýliðnu tímabili.

Graham Potter, Steve Cooper og Henrik Rydrström hjá Malmö eru einnig á lista Brighton.

Hürzeler fæddist í Texas í Bandaríkjunum en faðir hans er svissneskur og móðir hans er þýsk. Á ferli sínum lék hann í neðri deildum Þýskalands.

Brighton hefur verið í stjóraleit síðan ákveðið var að Roberto De Zerbi yrði ekki áfram hjá félaginu.

Ef Brighton ætlar að fá Rydström eða Hürzeler þarf félagið að vonast til þess að þeir fái atvinnuleyfi á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner