Liverpool er búið að láta knattspyrnusamband Egyptalands að félagið ætlar ekki að leyfa Mohamed Salah að taka þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Salah er lykilmaður í liði Liverpool en hann myndi missa af stórum hluta undirbúnings fyrir næstu leiktíð ef hann færi á Ólympíuleikana.
Félög þurfa ekki að hleypa leikmönnum á Ólympíuleikana þar sem mótið er ekki á dagatali FIFA.
Formaður knattspyrnusambands Egyptalands segir að Salah hafi viljað spila fyrir þjóð sína í Tókýó en ekki fengið leyfi til þess hjá félagsliði sínu.
„Mohamed vildi spila á Ólympíuleikunum. Hann talaði við mig og ég reyndi mitt besta til að fá hann. Salah var lykilmaður í áætlunum okkar. En félagið neitaði og við verðum að halda áfram," sagði Ahmed Megahed við BBC.
Athugasemdir