Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mið 06. júlí 2022 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Fabianski framlengir við West Ham
Lukasz Fabianski, markvörður West Ham United, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2023, með möguleika á að framlengja um annað ár.

Pólski markvörðurinn kom til West Ham frá Swansea fyrir fjórum árum og hefur spilað 138 leiki fyrir félagið.

Samningur hans við West Ham rann út um mánaðamótin en félagið var ákveðið í að halda honum.

Hann mun berjast við Alphonse Areola um markvarðarstöðuna en þessi 37 ára gamli leikmaður skrifaði undir eins árs framlengingu, með mögulega á að framlengja um annað ár.

„Ég er augljóslega mjög sáttur og ánægður að geta verið áfram í ár til viðbótar. Ég er mjög spenntur fyrir þessu," sagði Fabianski á heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner