Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. ágúst 2020 13:05
Magnús Már Einarsson
Fylkismenn að fá Englending
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir er að fá enska leikmanninn Michael Kedman í sínar raðir en Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Dr. Football, greinir frá þessu á Twitter.

Kedman er 23 ára gamall örvfættur leikmaður sem getur spilað sem bakvörður og kantmaður.

Kedman spilaði síðast með Tres Cantos í spænsku D-deildinni en hann var á sínum tíma í unglingaliðum hjá Sheffield United, West Ham og Chelsea.

Þá hafa Fylkismenn áhuga á að fá markvörðinn Dino Hodzic frá Kára eftir tímabilið samkvæmt því sem Hrafnkell segir á Twitter.

Fylkir er í 3. sæti í Pepsi Max-deildinni í augnablikinu með fimmtán stig.

Athugasemdir
banner
banner