Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. október 2019 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Newcastle og Man Utd: Fred og Mata byrja
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Arsenal síðastliðinn mánudag í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd mætir Newcastle klukkan 15:30. Diogo Dalot kemur inn fyrir Victor Lindelof og byrjar Fred í stað Paul Pogba, sem er meiddur.

Þá kemur Juan Mata einnig inn í liðið fyrir Jesse Lingard, sem fór meiddur út af gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag.

Newcastle tapaði síðasta deildarleik sínum 5-0 gegn Leicester. Steve Bruce gerir fimm breytingar frá þeim leik. Ciaran Clark, Jetro Willems, DeAndre Yedlin, Matthew Longstaff og Allan Saint-Maximin koma inn í byrjunarlið Newcastle.

Matthew Longstaff spilar með bróður sínum, Sean, á miðjunni.

Fyrir leikinn er Man Utd í 11. sæti með níu stig. Newcastle er í fallsæti með fimm stig.

Byrjunarlið Newcastle: Dubravka, Clark, Schar, Lascelles, Willems, Yedlin, S Longstaff, M Longstaff, Saint-Maximin, Almiron, Joelinton.
(Varamenn: Darlow, Dummett, Carroll, Shelvey, Gayle, Krafth, Atsu)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Young, Maguire, Tuanzebe, Dalot, Fred, McTominay, Pereira, Mata, James, Rashford.
(Varamenn: Romero, Rojo, Greenwood, Gomes, Matic, Chong, Williams)
Athugasemdir
banner
banner
banner