Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 06. október 2019 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: City átta stigum á eftir Liverpool fyrir landsleikjahlé
Úlfarnir fagna.
Úlfarnir fagna.
Mynd: Getty Images
Hrúga af Arsenal-mönnum.
Hrúga af Arsenal-mönnum.
Mynd: Getty Images
Chelsea vann góðan útisigur.
Chelsea vann góðan útisigur.
Mynd: Getty Images
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og verður með átta stiga forskot að loknum átta umferðum í deildinni.

Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City voru rétt í þessu að tapa 2-0 gegn Úlfunum á heimavelli sínum.

Úlfarnir voru ef eitthvað er betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir þegar flautað var til hálfleiks. Á 80. mínútu komst Wolves svo yfir þegar Adama Traore skoraði, en stuttu áður hafði City ógnað marki Wolves með aukaspyrnu David Silva.

Svo gott sem allir leikmenn City fóru í sókn eftir þetta á meðan leikmenn Wolves einbeittu sér að varnarleiknum. Í uppbótartímanum skoraði Adam Traore annað mark sitt eftir skyndisókn og gulltryggði sigurinn.

Gestirnir náðu að landa sigrinum á Etihad, magnaður sigur þeirra. Úlfarnir fara upp í 11. sæti með 10 stig. Á meðan er City í öðru sæti, átta stigum á eftir Liverpool sem hefur unnið alla sína leiki.

Chelsea og Arsenal unnu einnig sína leiki.

Arsenal hafði betur gegn Bournemouth á heimavelli. David Luiz skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu á níundu mínútu. Arsenal vildi fá víti í fyrri hálfleiknum þegar Nicolas Pepe var felldur, en ekkert var dæmd. VAR sá ekkert athugavert heldur.

Arsenal með 1-0 sigur og fer upp í þriðja sæti með 15 stig. Bournemouth er í tíunda sæti með 11 stig.

Ungstirni Chelsea halda áfram að gera góða hluti. Chelsea vann 4-1 sigur á Southampton á útivelli. Tammy Abraham og Mason Mount komu Chelsea í 2-0, en Danny Ings minnkaði muninn fyrir Southampton þegar hálftími var liðinn af leiknum.

Chelsea fór þó heim með stigin þrjú. Miðjumaðurinn N'Golo Kante skoraði fyrir leikhlé og gerði Michy Batshuayi, sem kom inn á sem varamaður, út um leikinn á 89. mínútu eftir undirbúning frá öðrum varamanni, Christian Pulisic.

Chelsea er í fimmta sæti með 14 stig. Southampton er í 16. sæti með sjö stig.

Framundan er landsleikjahlé og snýr enska úrvalsdeildin aftur eftir tvær vikur.

Arsenal 1 - 0 Bournemouth
1-0 David Luiz ('9 )

Manchester City 0 - 2 Wolves
0-1 Adama Traore ('80 )
0-2 Adama Traore ('90 )

Southampton 1 - 4 Chelsea
0-1 Tammy Abraham ('17 )
0-2 Mason Mount ('24 )
1-2 Danny Ings ('30 )
1-3 NGolo Kante ('40 )
1-4 Michy Batshuayi ('89 )

Klukkan 15:30 hefst leikur Newcastle og Man Utd. Smelltu hér til að nálgast byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner