Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 06. október 2019 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Tekur eins langan tíma og það tekur
Mynd: Getty Images
„Við erum vonsviknir. Okkur vantaði lykilmenn en það er engin afsökun," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 1-0 tap gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd er aðeins með níu stig eftir átta umferðir og er liðið tveimur stigum frá fallsæti.

„Leikmennirnir lögðu sig mikið fram. Núna erum við á stað sem við erum ekki vanir að vera á. Suma leikmenn okkar vantar smá yfirvegun og við sköpum ekki nægilega mikið af færum til að vinna fótboltaleik."

„Sem betur fer er landsleikjahlé núna. Við fáum tíma til að meta stöðuna og hvað hefur gerst í þessum fyrstu átta leikjum. Við munum setjast niður og vonandi fáum við einhverja leikmenn aftur. Þetta er mín ábyrgð, ég þarf að koma höfðinu þeirra aftur á réttan stað. Ungum strákum vantar sjálfstraust - þeir þurfa hjálp frá reyndari leikmönnum og þjálfarateyminu."

„Við höfum aldrei verið eins hroðvirknislegir og í fyrri hálfleiknum. Við vorum með yfirburði í seinni hálfleiknum, en náðum ekki að skapa okkur færi."

„Við höfum ekki breytt miklu, við höfum haldið okkur við það sem við höfum verið að gera. Við höfum misst sex leikmenn frá fyrsta leiknum gegn Chelsea í meiðsli og það mun hafa áhrif á úrslit. Við munum leggja mikið á okkur og ná upp okkar gæðum aftur," sagði Solskjær.

Hvað mun það taka langan tíma að koma United aftur á þann stað sem félagið á að vera?

„Það mun taka eins langan tíma og það tekur. Þetta er vegferð sem við byrjuðum. Ég get ekki gefið upp neinn tíma, en við erum að komast á þann stað. Það er stór brekka fyrir okkur að ná topp fjórum, en þetta er jafn og þéttur pakki. Við verðum að komast á gott skrið."

„Við höfum komið saman og rædd um stefnuna sem við erum að taka. Ef þú vinnur bara á sólríkum dögum, þá kemstu aldrei á áfangastað. Við munum eiga svona daga, en við vitum hvert við viljum fara," sagði Ole Gunnar Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner