Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Pearson líklegastur til að taka við Watford
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson, fyrrum stjóri Leicester, þykir líklegastur til að taka við Watford.

Quique Sanchez Flores var rekinn um síðustu helgi eftir stutt stopp en hann hafði tekið við af Javi Gracia í febrúar.

Watford hefur rætt við nokkra mögulega stjóra en hinn 56 ára gamli Pearson er líklegastur til að taka við.

Pearson var rekinn frá Leicester í maí 2015. Claudio Ranieri tók við Leicester í kjölfarið og gerði liðið að enskum meisturum ári síðar.

Watford er sjö stigum frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni en Hayden Mullins stýrir liðinu tímabundið gegn Crystal Palace á morgun á meðan leitað er að nýjum stjóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner