Spænska félagið Malaga hefur sett þjálfara sinn, hinn 43 ára gamla Victor Sanchez, í bann vegna myndbands sem er nú í dreifingu á veraldavefnum.
Málið er til rannsóknar hjá Malaga, sem leikur í B-deild Spánar.
Í myndbandinu sýnir Sanchez getnaðarlim sinn. Hann skrifaði færslu á Twitter og segist hafa orðið fyrir fjárkúgun áður en myndbandið var birt.
„Ég hef orðið fyrir áreitni og fjárkúgun. Málið er í höndum lögreglu og ég treysti mér til þess að fylgja þeirra fyrirmælum. Að deila eða miðla viðkvæmu efni án leyfis er líka glæpur. Ég þakka stuðninginn," skrifaði Sanchez.
Malaga er sem stendur í 16. sæti spænsku B-deildarinnar.
Athugasemdir