Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. janúar 2022 15:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rangnick: Þeir leikmenn eru augljóslega ósáttir með stöðuna
Rangnick
Rangnick
Mynd: EPA
Donny van de Beek
Donny van de Beek
Mynd: EPA
„Ég get bara talað um hópinn. Augljóslega veit ég ekki hvernig andrúmsloftið er innan félagsins," sagði Ralf Rangnick, stjóri Manchester United á fréttamannafundi í dag. Man Utd mætir Aston Villa í 3. umferð enska bikarsins á mánudag.

Fréttir bárust í vikunni, eftir að Man Utd tapaði gegn Wolves á mánudag, að margir leikmenn í leikmannahópi Man Utd væru ósáttir við stöðu mála.

Lestu meira um málið:
Margir leikmenn Man Utd sagðir ósáttir - „Útlit fyrir stór og alvarleg vandamál"

„Ég get bara rætt um leikmenn, klefann, starfsliðið, allir voru vonsviknir eftir leikinn, með úrslitin og frammistöðuna í fyrri hálfleik sérstaklega. Við æfum fjórum sinnum fyrir leikinn gegn Villa. Okkar starf er að ná fram öðruvísi frammistöðu gegn Villa."

„Leikmenn eru að reyna aðlagast hugmyndafræðinni, ég er viss um að þeir séu að hlusta og þeir sýndu það gegn Palace, Burnley og hluta leikjanna gegn Norwich og Newcastle að þeir eru að reyna fylgja þeim ábendingum sem ég gef þeim. Við fáum á okkur færri mörk, höfum fengið á okkur 0,6 mörk að meðaltali eftir að hafa fengið á okkur 1,7 mörk fyrir þennan kafla. Þetta snýst um jafnvægi, við verðum að finna besta mögulega jafnvægið milli sóknar og varnar og það er eitthvað sem við þurfum að bæta."

„Seinni hálfleikurinn gegn Wolves var betri en við skoruðum ekki og Wolves skoraði þegar tíu mínútur voru eftir."


Nokkrir leikmenn eru ósáttrir við að hafa ekki fengið tækifæri undir stjórn Rangnick. „Þetta er ekki valdamál sem er eingöngu hjá Manchester United, þetta er alls staðar þar sem þú ert með stóran hóp. Í síðustu tveimur leikjum vorum við með flesta leikmenn heila, vorum með þrjá miðverði frá gegn Wolves en annars voru flestir heilir, fyrir utan Paul Pogba. Bara tíu útileikmenn geta spilað og þrír komið inn á."

„Þá ertu með 12-14 leikmenn sem fá ekki að spila eða komast ekki í hópinn. Þeir leikmenn eru augljóslega ósáttir með stöðuna. Ég reyni að útskýra fyrir mönnum á tveggja til þriggja vikna fresti hvers vegna þeir eru ekki að spila. Það er vandamál hjá okkur og hjá öðrum félögum."


Dean Henderson, Edinson Cavani og Donny van de Beek eru á meðal leikmanna sem hafa verið orðaðir í burtu, Anthony Martial hefur opinberlega sagst vilja fara og þá eru þeir Paul Pogba og Jesse Lingard að renna út á samningi.

Gætu margir leikmenn farið frá United? „Við erum með leikmenn sem verða samningslausir í sumar, við erum einnig með einn eða tvo leikmenn sem vilja fara sem eru á samningi. Þetta snýst um að leikmenn höndli þetta faglega, sýni sitt besta á æfingum og geri sitt. Þá fá þeir tækifæri til að spila. Ef það er ekki málið þá verða leikmaður, félagið og umboðsmenn að ræða stöðuna. Ég get ekki sagt meira, ég mun ræða þetta beint við leikmennina."
Athugasemdir
banner
banner
banner