Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. janúar 2022 15:31
Elvar Geir Magnússon
Skiptar skoðanir í Svíþjóð eftir að Milos var ráðinn til Malmö
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Getty Images
Milos er fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks.
Milos er fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sænskir sparkspekingar eru klofnir í afstöðu sinni til ráðningar Malmö á Milos Milojevic í stjórastólinn. Milos var þjálfari Hammarby en félagið lét hann fara þar sem hann fór í viðræður við norska stórliðið Rosenborg án leyfis.

Ekkert varð af samningi við Rosenborg og framtíð hans talsvert verið í umræðunni undanfarnar vikur. Milos er fæddur í Serbíu en er einnig með íslenskt ríkisfang, hann er fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks.

„Ég er stoltur og spenntur, ég er tilbúinn að hefja störf," sagði Milos á fréttamannafundinum þegar hann var kynntur hjá Malmö. Hann hafði fyrir fundinn aldrei tjáð sig um atburðarásina hjá Hammarby.

„Þetta var ekki eins og sagt var. Frá mínum bæjardyrum gerði ég ekkert rangt og þarf ekki að biðjast afsökunar. Þetta er að baki. Það sem ég hugsa um er það sem er framundan hjá Malmö."

Telur að Milos byrji í brekku hjá stuðningsmönnum
Malmö er stærsta og sigursælasta fótboltafélag Svíþjóðar og skiljanlega er því mikið rætt og ritað um ráðninguna.

„Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar," skrifar Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, en Vísir fjallaði um viðbrögð í sænskum fjölmiðlum,

Erik Edman, fyrrum landsliðsmaður Svíþjóðar, segir ráðninguna mjög óvænta og að Milos byrji í brekku hjá stuðningsmönnum. Hann þurfi að kveða niður efasemdarraddir

„Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims," segir Edman við Fotbollskanalen.

Telur rétta ákvörðun hjá Malmö að ráða Milos
Johan Dolck Wall hjá Expressen telur að það sé rökrétt hjá Malmö að ráða Milos og rökstyður þá skoðun sína. Hann telur að leikstíll hans rími við það hvernig Malmö vill spila, stýra leikjum og halda uppi tempói.

Hann segir að Malmö, sem hefur unnið sænska meistaratitilinn síðustu tvö ár, hafi viljað þjálfara til að viðhalda árangrinum. Milos sé ekki mættur þarna til að breyta neinu eða koma inn með nýjar áherslur, hann eigi einfaldlega að vinna leiki.

„Malmö hefur haft augastað á Milojevic í langan tíma. Það var fyrrum yfirnjósnari félagsins Vito Stavljanin sem líkti honum eitt sinn við Jonas Andersson, fyrrum stjóra Mjallby. Það varð á endanum til þess að Milojevic fékk sitt fyrsta starf í Svíþjóð," skrifar Wall.

„Enginn veit hversu lengi Milojevic mun verða stjóri Malmö og það er alveg líklegt að hann eignist óvini á leiðinni, bæði innan félagsins og utan. Kannski verður þetta á endanum vondur viðskilnaður en það er þess virði ef sigrarnir verða nægilega margir þangað til."
Athugasemdir
banner
banner
banner