Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 07. apríl 2021 19:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undanþágubeiðni KSÍ hafnað - Óskuðu eftir leyfi til æfinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ óskaði á dögunum eftir undanþágu svo að lið í efstu tveimur deildum karla og kvenna gætu æft með bolta. Þeirri beiðni var hafnað af sóttvarnaryfirvöldum þann 29. mars en það kemur fram í bréfi KSÍ til aðildarfélaga.

Í bréfinu kemur einnig fram að í framhaldinu hafi verið send inn ný beiðni um undanþágu til æfinga með bolta en á öðrum forsendum. Svar við þeirri umsókn hefur ekki borist.

Samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum mega lið ekki æfa og hafa ekki mátt það í hálfan mánuð.

Núgildandi samkomureglur gilda til 15. apríl.

Samkvæmt þeim heimildum sem Fótbolti.net hefur þá er stefnt að því að hefja Pepsi Max-deildina þann 1. maí ef æfingar verða leyfðar 15. þessa mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner