Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 23:34
Elvar Geir Magnússon
London
Enska pressan fer hamförum - Ice Scream
Icelandair
Mynd: Enska pressan
Enskir fjölmiðlamenn bauna hressilega á sitt landslið eftir 0-1 tapið gegn Íslandi í kvöld. Óhætt er að segja að þessi úrslit lækki rostann í mönnum og minnkar bjartsýni Englendinga fyrir Evrópumótið.

Aðeins vika er í að EM fer af stað í Þýskalandi. Þetta var ekki veganestið sem enska landsliðið vildi taka með sér. England verður með Serbíu, Danmörku og Slóveníu í riðli á mótinu og þarf að sýna miklu betri leik en þetta.

'Gareth's Boo Boys' segir Mirror og fjallar um að ósáttir áhorfendur á Wembley hafi baulað á liðið. Sagt er að það hafi verið vandræðalegt þegar liðið labbaði um hálftóman Wembley eftir leik og þakkaði fyrir 'stuðninginn'.

Daily Mail segir að þetta hafi verið dapurleg frammistaða hjá enska liðinu og fjallar um martraðarkvöld fyrir Southgate. Ofan á tapið meiddist John Stones og var tekinn af velli í hálfleik.

Sjúkraþjálfarar enska liðsins fylgdu honum í göngunum eftir leik en England má ekki við skakkaföllum í öftustu línu, þar sem breidd liðsins er ekki ýkja merkileg.

Hér má sjá nokkrar baksíður á ensku blöðunum sem eru farin í prentun og verða fyrir allra augum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner