Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 07. ágúst 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Hefði ráðlagt Salah að fara annað
Mynd: Getty Images
Emile Heskey, fyrrum leikmaður Liverpool, hefði ráðlagt Mohamed Salah að yfirgefa félagið ef hann hefði ekki unnið ensku úrvalsdeildina í ár.

Salah kom til Liverpool frá Roma árið 2017 en í dag er hann í röð bestu sóknarmanna heims.

Hann er með 94 mörk í 152 leikjum fyrir félagið og er afar mikilvægur fyrir liðið en hann átti stóran þátt í því að liðið vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 30 ár.

Heskey hefði þó ráðlagt honum að yfirgefa félagið ef það hefði ekki tekist.

„Mohamed Salah er mjög mikilvægur leikmaður fyrir liðið og ef hann er ekki í liðinu þá tapar Liverpool miklum styrk fram á við," sagði Heskey.

„Allir á vellinum þurfa á honum að halda. Hann skorar og býr til mörk. Roberto Firmino og Sadio Mane spila vel þegar Salah er á vellinum. Hann er stór partur af þessu sigursæla liði."

„Mér finnst að hann eigi að vera áfram hjá Liverpool en ef liðið hefði ekki unnið deidina þá hefði ég ráðlagt honum að fara annað til vinna deildina. En núna af því hann er búinn að vinna deildina þá verður hann að halda áfram og reyna aftur og aftur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner