Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mán 07. september 2020 16:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ethan Ampadu er á leið til Sheffield United
Enskir fjölmiðlar keppast við að greina frá yfirvofandi félagaskiptum Ethan Ampadu, varnarmanni Chelsea, til Sheffield United.

Ampadu, sem verður tvítugur eftir viku, verður lánaður til Sheffield út tímabilið.

Hann varði síðustu leiktíð að láni hjá RB Leipzig án þess þó að fá spiltíma með aðalliðinu. Í heildina kom Ampadu við sögu í sjö leikjum er Leipzig komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar og endaði í þriðja sæti þýsku deildarinnar.

Ampadu hefur í heildina spilað tólf leiki fyrir aðallið Chelsea og er ekki pláss fyrir hann í hópnum í ár.

Ampadu er velskur og á 15 leiki að baki fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir