Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 07. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Daníel Leó vonast til að hjálpa Blackpool upp á við á ný
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel. Ég er ánægður með að vera hér og er að bíða eftir að kynnast öllum hjá félaginu. Ég er spenntur fyrir komandi vikum," sagði Daníel Leó Grétarsson í viðtali við heimasíðu Blackpool.

Hinn 25 ára gamli Daníel Leó samdi við Blackpool í ensku C-deildinni á gluggadeginum í fyrradag eftir sex ár hjá Álasund í Noregi.

„Þetta er ein stærsta fótboltaþjóð í heimi. Allir á Íslandi fylgjast með enska boltanum og ég er ánægður með að vera hér."

Blackpool spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2009/2010 og vakti athygli fyrir sóknarbolta undir stjórn Ian Holloway.

„Ég veit að liðið var í úrvalsdeldinni fyrir nokkrum árum. Ég horfði mikið á liðið þá og kunni vel við leikstílinn. Ég hef fylgst með þeim með öðru auganu síðan þá. Leiðin hefur legið aðeins niður á við en ég vona að ég geti komið einhverju í gang hérna."

Blackpool er með þrjú stig eftir fjórar umferðir í ensku C-deildinni en Daníel gæti spilað sinn fyrsta leik þegar Ipswich kemur í heimsókn á laugardaginn.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Daníel í heild.


Athugasemdir
banner
banner
banner