Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. janúar 2020 21:38
Magnús Már Einarsson
Raggi og Birkir ekki með til Bandaríkjanna - Nálgast ný félög
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson og Birkir Bjarnason munu ekki bætast við íslenska landsliðshópinn sem mætir Kanada og El Salvador í vináttuleikjum í Bandaríkjunum í næstu viku.

Báðir leikmennirnir eru án félags og möguleiki var á að þeir myndu bætast við hópinn. Svo verður þó ekki en þetta staðfesti Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, við Fótbolta.net í kvöld.

Allt útlit er fyrir að Ragnar og Birkir semji við ný félög á næstu dögum og því koma þeir ekki með.

Ragnar hefur verið orðaður við Antalyaspor, Trabzonspor og Gaziantep í Tyrklandi sem og FC Kaupmannahöfn.

Birkir kláraði stuttan samning hjá Al Arabi um áramótin en hann er nú að færast nær því að ganga frá samningi við nýtt félag.

Emil Hallfreðsson dró sig úr íslenska hópnum eftir að hann samdi við Padvoa um síðustu helgi en nýr leikmaður verður kallaður inn í hans stað á morgun.

Sjá einnig:
Áhugaverður janúarhópur - Blanda af fastamönnum og reynsluminni leikmönnum
Athugasemdir
banner
banner