lau 08. janúar 2022 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Chesterfield fagnaði gríðarlega í stórtapi
Mynd: Getty Images
Chelsea lagði Chesterfield nokkuð örugglega í FA Bikarnum í kvöld.

Staðan var orðin 3-0 eftir tuttugu mínútna leik en Andreas Christensen bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks.

Hakim Ziyech skoraði síðan fimmta mark Chelsea af vítapunktinum snemma í síðari hálfleik. Akwasi Asante klóraði í bakkann fyrir Chesterfield eftir að Bettinelli sem var í marki Chelsea varði boltann út í teiginn.

Asante setti þá boltann í opið markið og leikmenn liðsins fögnuðu eins og þeir hafi unnið leikinn.

Þess má til gamans geta að Laurence Maguire, yngri bróðir Harry Maguire leikmanns Man Utd kom inná sem varamaður í liði Chesterfield.

Leikur Barnsley og Barrow endaði 4-4 en Calton Morris tryggði Barnsley áfram með marki í framlengingu. Neal Maupay tryggði Brighton áfram með marki í framlengingu gegn WBA 2-1 lokatölur.

QPR vann Rotherham í vítakeppni eftir að staðan var 1-1 eftir framlengingu.

Það er framlenging í gangi í þremur leikjum.

Birmingham 0 - 0 Plymouth

Rautt spjald: George Friend, Birmingham ('68)

Chelsea 5 - 1 Chesterfield
1-0 Timo Werner ('6 )
2-0 Callum Hudson-Odoi ('18 )
3-0 Romelu Lukaku ('20 )
4-0 Andreas Christensen ('39 )
5-0 Hakim Ziyech ('55 , víti)
5-1 Akwasi Asante ('80 )

Hull City 2 - 2 Everton
1-0 Tyler Smith ('1 )
1-1 Demarai Gray ('21 )
1-2 Andre Gomes ('31 )
2-2 Ryan Longman ('71 )

Swansea 1 - 1 Southampton
0-1 Nathan Redmond ('8 )
1-1 Joel Piroe ('77 )
Rautt spjald: Yann Valery, Southampton ('30)

Yeovil Town 1 - 3 Bournemouth
0-1 Emiliano Marcondes ('19 )
0-2 Emiliano Marcondes ('43 )
1-2 Joe Quigley ('48 )
1-3 Emiliano Marcondes ('70 )

Barnsley 5 - 4 Barrow
1-0 Mads Juel Andersen ('23 )
2-0 Jordan Williams ('42 )
2-1 Ollie Banks ('61 )
2-2 Anthony Driscoll-Glennon ('78 )
3-2 Devante Cole ('83 )
3-3 James Jones ('86 )
4-3 Carlton Morris ('88 )
4-4 Josh Kay ('90 )
5-4 Carlton Morris ('102 )

QPR 9 - 8 Rotherham
0-1 Michael Ihiekwe ('98 )
1-1 Lyndon Dykes ('115 )

West Brom 1 - 2 Brighton
1-0 Callum Robinson ('47 )
1-1 Jakub Moder ('81 )
1-2 Neal Maupay ('98 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner