Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 08. mars 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Páls og Kristall Máni á skotskónum í gær
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Hann kom í gær inn á hjá U19 ára liði félagsins og lék síðasta hálftímann eða svo.

Kristall kom inn þegar 65. mínútur voru liðnar af leiknum og skoraði hann jöfnunarmark leiksins á 94. mínútu, lokatölurnar urðu 1-1.





Sandefjord lék æfingaleik gegn KFUM í gær. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og var það Emil Pálsson sem skoraði mark Sandefjord.

Hann leikur ásamt Viðari Ara Jónssyni hjá félaginu sem mun leika í efstu deild á komandi leiktíð eftir að hafa endað í öðru sæti næstefstu deildar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner