Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. mars 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Parker óttast um starfið: Ekki viss hvort ég verði áfram
Parker stýrði Fulham og Bournemouth áður en hann var ráðinn til Club Brugge.
Parker stýrði Fulham og Bournemouth áður en hann var ráðinn til Club Brugge.
Mynd: Getty Images

Scott Parker, fyrrum leikmaður Newcastle, West Ham, Tottenham og enska landsliðsins meðal annars, starfar í dag sem þjálfari hjá belgíska meistaraliðinu Club Brugge.


Þetta hefur verið mikið vonbrigðatímabil hjá félaginu, að undanskildu góðu gengi í riðlakeppni Meistaradeildarinar, en Parker var ráðinn á miðju tímabili og hefur aðeins stýrt aðalliðinu í tólf leikjum. Gengið hefur þó ekki verið gott og óttast Parker að missa starfið eftir samanlagt 7-1 tap gegn Benfica í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Ég er ekki viss hvort ég verði ennþá hérna um næstu helgi. Ég skil þessa spurningu, ég hef verið spurður að þessu síðustu vikur. Ég get bara ekki svarað því, það er ekki undir mínu valdi. Ég er einungis einbeittur að því að snúa gengi liðsins við og það er það sem ég mun gera," sagði Parker eftir tapið.

Club Brugge hefur aðeins unnið tvo leiki af tólf undir stjórn Parker.

„Þetta eru svekkjandi úrslit. Benfica er með mjög gæðamikla sóknarmenn sem nýttu færin sín vel. Þetta er mjög súrt á þessari stundu en strákarnir gerðu ótrúlega vel að komast svona langt í þessari keppni.

„Þetta er búið að vera mjög erfitt fyrir mig en leikmennirnir hafa verið frábærir. Þeir eru að gera allt í sínu valdi til að snúa þessu við. 

„Allt sem ég get sagt er að ég er að gera mitt besta til að snúa þessu við og búa til lið sem mun vinna fótboltaleiki á ný."


Athugasemdir
banner
banner
banner