Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 08. apríl 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
BATE tapaði fyrri leiknum í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slavia Mozyr 1 - 0 BATE

Willum Þór Willumsson er leikmaður BATE í Hvíta-Rússlandi og í dag er leikið í bikarnum þar í landi.

Það er komið alla leið í undanúrslitin og voru fyrri leikirnir á dagskrá í dag, leikið er heima og heiman.

Willum lék allan leikinn í dag í 1-0 tapi BATE á útivelli. Yurii Pantia skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn í Slavia Mozyr og kom markið í fyrri hálfleik.

Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli BATE eftir þrjár vikur.
Athugasemdir