Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 08. apríl 2020 08:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Knattstjórnun
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Coerver
Mynd: Coerver Iceland
Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrrum fyrirliði Barcelona og af mörgum talinn einn besti sendingarmaður allra tíma, sagði í viðtali fyrir nokkrum árum, að að hans mati væru knattstjórnunaræfingar grunnurinn að sendingarfærni!

Grunnfærni einstaklingsins er að mati okkar í Coerver Coaching fyrsta snerting á bolta, mótttaka og sending, 1v1 hreyfingar, hlaupa með bolta og klára marktækifæri.

Knattstjórnun er grunnurinn að þessu öllu saman. Þeir sem eru duglegir að æfa knattstjórnun fá betri fyrstu snertingu á bolta. Með betri fyrstu snertingu eykst sendingafærnin sömeiðis. Auk þess sem tíminn á boltanum verður meiri os.frv.

Knattstjórnun styrkir svo sömuleiðis knattraksfærnina, skotfærnina o.frv.

Það gildir einu hversu gamall/gömul þú ert eða á hvaða getustigi þú ert nákvæmlega núna. Það er aldrei of seint að bæta leik sinn.

Fyrir þá sem vilja æfa sína knattstjórnun þá eru hér nokkur ráð.

1. Gefðu þér tíma á hverjum degi. Þú þarft ekki mikið pláss.

2. Notaðu hugmyndaflugið og sjáðu fyrir þér leikrænar aðstæður

3. Notaðu báða fætur og njóttu æfingarinnar

Hér er myndband með Luis Longstaff leikmaður Liverpool. Myndbandið var tekið fyrir nokkrum árum en Luis er 18 ára í dag og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool gegn Aston Villa fyrr í vetur. Á tímabili var ferill Luis í mikilli hættu vegna erfiðra meiðsla en hann hefur sannarlega náð sér á strik og bjó að góðum grunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner