sun 08. maí 2022 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola með lúmskt skot á Liverpool - „Með ótrúlega sögu í Evrópu en ekki í úrvalsdeildinni"
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Spænski stjórinn, Pep Guardiola, ræddi við fjölmiðla eftir 5-0 sigurinn á Newcastle United í dag en hann var spurður aðeins út í titilbaráttuna.

Guardiola ræddi við beIN Sports eftir leikinn en fréttamaður spurði hann út í titilvonirnar og að stuðningsmenn væru þegar byrjaðir að fagna fyrir utan leikvanginn.

„Allir á Englandi styðja Liverpool. FJölmiðlar og allir aðrir en örlögin eru í okkar höndum og það er mikilvægt að vita það," sagði Guardiola.

,Sigurhefð Liverpool í Evrópukeppnum er ótrúleg en hún er það ekki í ensku úrvalsdeildinni því liðið hefur aðeins unnið einn titil á síðustu 30 árum," sagði hann ennfremur og hefur eflaust tekist að stuða einhverja þarna úti.

Liverpool vann efstu deild átján sinnum áður en enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992. Liverpool hefur aðeins unnið hana einu sinni eftir nafnabreytinguna.

„Síðustu 11 eða 12 ár hefur Man City verið þarna að berjast um titla. Ég veit að við getum stundum verið svolítið óþægilegir [fyrir stuðningsmenn], en mér er sama. Það er ekkert vandamál fyrir mig ef fólkið vill að Liverpool vinni fleiri leiki," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner