Danska félagið AB hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að bæta enn frekar við sig af Íslendingum. Þjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson tók við stjórnartaumunum í maí og þá var fyrir hjá félaginu Ágúst Eðvald Hlynsson sem félagið fékk frá Breiðabliki í vetur.
AB er sterklega orðað við KR-inginn Ægi Jarl Jónasson og gæti hann farið til félagsins á næstunni.
AB er sterklega orðað við KR-inginn Ægi Jarl Jónasson og gæti hann farið til félagsins á næstunni.
Tveir aðrir eru samkvæmt heimildum Fótbolta.net á óskalista félagsins. Það eru þeir Davíð Ingvarsson og Daníel Hafsteinsson.
Félagið hefur haft augastað á Daníel í lengri tíma en hann er verðmætasti leikmaður KA og samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025. AB gat fengið Ágúst frítt frá Breiðabliki og þykir ólíklegt að félagið sé tilbúið að rífa upp veskið til þess að kaupa leikmann lausan.
Davíð Ingvarsson samdi við Kolding í vetur. Hann byrjaði fimm leiki fyrir danska liðið eftir komu sína frá Breiðabliki, kom sex sinnum inn á og var ónotaður varamaður í þremur leikjum. Þjálfarabreytingar urðu hjá Kolding og er Davíð samkvæmt heimildum Fótbolta.net að horfa í kringum sig.
Markmið AB er að komast upp úr dönsku C-deildinni á næstu tveimur tímabilum.
Athugasemdir