Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 08. júlí 2024 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Pálmi Rafn um Ægi: Vonandi gengur þetta upp fyrir hann
Ægir Jarl er með tilboð frá Danmörku.
Ægir Jarl er með tilboð frá Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það eru miklar líkur á því að Ægir Jarl Jónasson sé á förum frá KR á næstu dögum. Danska félagið AB hefur mikinn áhuga á honum en þjálfari liðsins er Johannes Karl Guðjónsson. Samningur Ægis við KR rennur út eftir tímabilið.

Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ræddi um Ægi í viðtali við Vísi eftir leikinn gegn Stjörnunni a laugardag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Stjarnan

„Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“

En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR?

„Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn við Andra Má Eggertsson á Vísi.

Benoný Breki Andrésson hefur einnig verið orðaður frá KR í sumar. Hann var orðaður við hollenska félagið Utrecht í síðasta mánuði. Pálmi var spurður út í Benoný og Ægi í viðtali við Fótbolta.net. Býst hann við að halda þeim?

„Að vissu leyti myndi ég vilja það, en fyrir þá væri æðislegt að geta fengið sénsinn á því að geta farið út. Sem þjálfari liðs sem vill reyna ná sem bestum árangri þá auðvitað vill maður halda góðum leikmönnum, en þeir vinna sér það inn ef þeir komast út og frábært tækifæri fyrir þá. Ég veit ekki hvernig staðan er á því," sagði Pálmi.
Pálmi Rafn: Ef það var eitthvað sem klikkaði var það ég
Athugasemdir
banner
banner
banner