Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Ingvars á förum frá Kolding
Davíð Ingvarsson.
Davíð Ingvarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vinstri bakvörðurinn Davíð Ingvarsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á förum frá danska félaginu Kolding.

Davíð, sem er 25 ára, hefur verið á mála hjá Kolding síðustu fimm mánuðina en hefur núna í hyggju að finna sér nýtt félag.

Hann kom við sögu í ellefu leikjum með Kolding í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili en hann byrjaði aðeins fimm leiki. Þjálfarinn sem fékk hann til félagsins er ekki lengur við stjórnvölinn og er Davíð ekki sáttur við sína stöðu.

Leikmaðurinn er að skoða möguleika bæði á Íslandi og erlendis.

Davíð á að baki 93 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik þar sem hann hef­ur skorað eitt mark. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2022. Hann er uppalinn í Breiðabliki og FH en hefur eingöngu leikið með Breiðabliki í meistaraflokki hér á landi, fyrir utan ellefu leiki með Haukum sumarið 2018.
Athugasemdir
banner
banner