Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Keflavík vann Suðurnesjaslaginn - Jafnt í Mosfellsbæ
Lengjudeildin
Kári Sigfússon
Kári Sigfússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Omar Sowe tryggði Leikni stig
Omar Sowe tryggði Leikni stig
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Keflavík vann fiimmta leikinn í röð í Lengjudeildinni þegar liðið vann Suðurnesjaslaginn gegn Grindavík í kvöld.


Oleksii Kovtun kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks og Kári Sigfússon bætti öðru markinu við snemma í seinni hálfleik þegar hann fylgdi eftir skoti Dags Inga Valssonar sem fór í stöngina.

Kwame Quee minnkaði muninn með skrautlegu marki. Hann ætlaði að senda boltann fyrir en boltinn fór yfir Ásgeir Orra Magnússon og í netið.

Afturelding náði forystunni á heimavelli gegn Leikni en Omar Sowe jafnaði metin af harðfylgi.

Það hitnaði í kolunum undir lok leiksins þar sem bæði lið vildu fá vítaspyrnu en ekkert dæmt. Mosfellingar voru sterkari undir lokin en tókst ekki að skora sigurmarkið og jafntefli því niðurstaðan.

Afturelding 1 - 1 Leiknir R.
1-0 Elmar Kári Enesson Cogic ('31 )
1-1 Omar Sowe ('38 )
Lestu um leikinn

Keflavík 2 - 1 Grindavík
1-0 Oleksii Kovtun ('44 )
2-0 Kári Sigfússon ('53 )
2-1 Kwame Quee ('64 )
Lestu um leikinn


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner