Heimild: Mín skoðun
Mikla athygli vakti í síðustu viku þegar Gunnar Oddur Hafliðason dómari tók miðverði Fjölnis til hliðar þegar þeir voru að hita upp fyrir leik gegn Þrótti.
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var allt annað en sáttur og sagði Gunnar hafa sagt við þá að hann væri búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir væru að klípa og toga í andstæðingana. Hann hafi sagst ætla að gefa þeim rautt ef hann yrði vitni af því.
„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar," sagði Úlfur í viðtali.
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var allt annað en sáttur og sagði Gunnar hafa sagt við þá að hann væri búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir væru að klípa og toga í andstæðingana. Hann hafi sagst ætla að gefa þeim rautt ef hann yrði vitni af því.
„Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar," sagði Úlfur í viðtali.
Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ, segir við hlaðvarpsþáttinn Mín skoðun að Gunnar Oddur hafi ekki starfað eftir vinnureglum.
„Oftast þegar það koma upp mál þá leysum við þau hér innanhúss en auðvitað er þetta ekki samkvæmt okkar vinnureglum og ekki eitthvað sem við viljum. Dómurunum er alls alls ekki uppálagt að nálgast sín verkefni svona," segir Þóroddur í þættinum.
„Það eru allir leikmenn með hreint borð þegar leikurinn byrjar og menn þurfa að geta treyst því og trúað. Auðvitað er það þannig hjá okkur að við förum í ákveðna vinnu fyrir leiki, fylgjumst vel með fótbolta og undirbúum okkur. En við erum nú ekki í þessu."
„Ég veit það að Gunnari Oddi gekk eitt gott til með þessu. Hann ætlaði að undirbúa sig vel og vera fyrirbyggjandi eins og dómurum er uppálagt að vera. Við erum búnir að fara vel yfir þetta og ég er viss um að þetta gerist ekki aftur. Hann bara lærir af þessu."
Þóroddur segir í viðtalinu við Valtý Björn að Gunnar Oddur fái ekki neina refsingu fyrir mistökin, hann hafi ekki verið sendur í hvíld eða neitt slíkt.
Athugasemdir