Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. september 2022 07:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Stærsti sigur í efstu deild í 29 ár
Víkingar voru vægðarlausir í gær.
Víkingar voru vægðarlausir í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslandsmeistarar Víkings rótburstuðu Leikni 9-0 í Bestu deildinni í gær og er þetta stærsti sigur Víkings í efstu deild frá upphafi.

Víðir Sigurðsson fjallar um þennan sögulega sigur á mbl.is og þar kemur fram að þetta er stærsti sigur í efstu deild karla hér á landi í 29 ár.

Þá var þetta langstærsti ósigur Leiknis í efstu deild en liðið hafði tvisvar tapað 5-0, þar á meðal gegn KA á þessu tímabili.

Víkingar áttu einnig í hlut síðast þegar níu marka sigur vannst í efstu deild en þá töpuðu þeir sjálfir 10-1 gegn ÍA árið 1993.

Sjá einnig:
Myndaveisla: Víkingur burstaði Leikni

Stærsti sigur í sögu efstu deildar kom 1934 þegar Valur vann Víking 13-1 en í frétt Víðis má sjá lista yfir stærstu sigrana.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner